Helena keppir á Györ Cadet European Cup

Í gær hófst keppni á Györ Cadet European Cup 2023 í Unngverjalandi og eigum við þar einn fulltrúa en Helena Bjarnadóttir sem fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Serbíu í haust tekur þátt í mótinu og er móðir hennar Marija Dragic Skúlason henni til aðstoðar. Keppendur eru 512 frá 28 þjóðum, 349 drengir og 163 stúlkur. Helena keppir í dag og mætir hún Noeli Knafelc (SLO) í -70 kg flokki og er það tuttugustu og önnur glíma á velli 4. Dregið var í alla flokka í fyrradag og má sjá þá hér og fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv.