Heimsmeistaramótið 2017

Heimsmeistaramótið í Judo hófst í Budapest 28. ágúst og stendur til 3. september. Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari hefur valið Egill Blöndal til fararinnar og verður hann okkar eini fulltrúi á HM að þessu sinni og keppir hann í -90 kg flokki. Á hverjum degi er keppt í tveimur til þremur þyngdarflokkum og byrjað í þeim léttustu. Hægt er að sjá allar viðureignir í beinni útsendingu og einnig að skoða þær aftur síðar sem og að fylgjast með öllu mótinu, einstaklingum og fleira og fleira á alveg hreint frábærum nýjum vef IJF. Egill Blöndal hefur undirbúið sig mjög vel fyrir mótið og hefur tekið þátt í fjölda móta og æfingabúða bæði hér heima sem og erlendis og er til í slaginn en hann verður ekki auðveldur. Í -90 kg flokknum eru 72 keppendur og keppt er með útsláttar fyrirkomulagi. Egill situr yfir í fyrstu umferð og mætir svo Pólverjanum Piotr Kuczera  sem er í 35 sæti heimslistans. Hann var í þriðja sæti á EM seniora 2016 og  hefur unnið 20 af 23 glímum á þessu ári. Ef að Egill á góðan dag og vinnur þessa viðureign þá tekur ekkert betra við því hann fær þá að öllum líkindum Aleksandar Kikolj frá Serbíu sem er efstur á heimslistanum í dag í -90 kg flokknum. En þetta er judo og allt getur gerst og Egill hefur sýnt það að hann eflist bara við mótlætið. Egill keppir næsta föstudag og hest keppnin kl. 8 að morgni að íslenskum tíma og á Egill tíundu viðureign sem gæti verið um kl. 8:30.  Á sunnudaginn verður síðan keppt í liðakeppni landa og er það í fyrsta skipti sem keppt er með blönduðum liðum það er að hvert land er með lið sem er skipað þremur konum og þremur körlum. Nú nýlega var samþykkt að á næstu Ólympíuleikum sem verða í Tokyo 2020 verði einning keppt í liðakeppni að lokninni keppni einstaklinga. Á ársþingi alþjóða judosambandsins (IJF) í síðustu viku var tilkynnt um samstarf IJF við CNN sem mun fjalla reglulega um judo íþróttina ásamt öðru sporti á vef sínum.