Ægir með gull

Ægir Valsson vann til gullverðlauna í dag í -90 kg flokki á The West Of England Reg Lomax Senior Open 2017. Fyrst mætti hann Gyula Menyik og vann hann á ippon, fyrst náði hann wazaari kasti sem hann fylgdi eftir með fastataki. Í annari umferð mætti hann William Von Mallinckrodt og vann hann einnig á ippon. Hann náði kasti á honum og fékk wazaari fyrir það og ekki löngu seinna kom annað sem var ippon kast. Þá var hann kominn í úrslit og mætti Nastasa Silviu. Í einni sókn Nastasa þegar hann reyndi kosotogari þá varðist Ægir því með mótbragði og náði honum á uchi mata og fékk Ippon fyrir kastið og gullið var hans. Vel gert Ægir, til hamingju.