Egill hefur lokið keppni

Egill Blöndal keppti í dag í – 90 kg flokknum á heimsmeistaramótinu í Budapest. Hann mætti Pólverjanum  Piotr Kuczera og átti Egill fína glímu en hann var mun virkari og sótti mun meira fyrstu tvær mínúturnar en því miður náði hann ekki að skora  gegna Pólverjanum sem varðist vel. Þegar um ein og hálf mínúta var eftir af viðureigninni náði Pólverjinn hinsvegar að komast í uchi-mata og skoraði wazaari. Egill reyndi strax að jafna leikinn og var ekki langt frá því að gera það í einni sókn sinni en því miður lenti hann undir Pólverjanum sem náði að nýta sér það og komst í fastatak og vann viðureignina þegar um 37 sek. voru eftir af henni. Hér er myndband af glímunni hans Egils og öll úrslit.
Á meðal áhorfenda á mótinu voru fjórir Íslenskir judodómarar þeir Björn Sigurðarson, Birkir Hrafn Jóakimsson, Jón Kristinn Sigurðsson og  Sævar Sigursteinsson of fylgdust með mótinu en þeir voru þar til að kynna sér dómgæslu og framkvæmd en mikið hefur verið um breytingar á dómarareglum upp á síðkastið og túlkun þeirra.