Grand Prix Portugal 2024 fer fram dagana 26-28 janúar og verða þeir Karl Stefánsson og Hrafn Arnarsson ásamt Zaza Simonishvili landsliðsþjálfara á meðal þátttakenda. Einnig stóð til að Kjartan Hreiðarsson myndi keppa en því miður lagðist hann í flensu og komst ekki með. Búið er að draga í alla flokka og eru skráðir þátttakendur 624 frá 90 þjóðum 344 karlar og 280 konur. Hrafn keppir í –81 kg flokki á laugardaginn og á hann 4. glímu á velli tvö og mætir Mylonelis Athanasios (GRE) sem er í 87. sæti á Wrl. Karl keppir á sunnudaginn og á hann 39. glímu á velli tvö í +100 kg flokki. Hann situr hjá í fyrstu umferð en mætir svo annaðhvort Diaby Tieman (FRA) sem er í 208 sæti á Wrl. eða Cesarino Joao (BRA) sem er í 37. sæti á Wrl. Þó svo að Kjartan sé ekki á meðal keppenda þá hefur hann engu að síður verið dreginn í -73 kg flokkinn og hefði þá mætt Ardina Vinicius (BRA) sem er í 164. sæti á Wrl. Fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv sem hefst kl. 8 í fyrramálið á okkar tíma.