Æfingabúðirnar í Gerlev eru nú hálfnaðar og hefur hópurinn verið duglegir við æfingar. Á æfingum er góð tæknikennsla sem allir hafa lært mikið af. Aðalsteinn, Daron og Nökkvi æfa í yngri hópi sem er fyrir alla fædda 2006 og seinna. Daníel, Gylfi, Ingunn, Jakub, Kjartan, Matthías æfa með eldri hópi sem er fyrir alla fædda 2005 og fyrr. Æft er tvisvar á dag í báðum hópum og nóg úrval af glímufélögum og eru allir duglegir að sækja sér félaga. Í kringum æfingar er alltaf einhver dagskrá eins og fyrirlestrar, mismunandi íþróttakeppnir og ýmislegt annað sem er í boði. Danska landsliðið tekur þátt í æfingabúðunum og einnig eru hópar frá Póllandi, Slóvakíu, Svíþjóð og Tékklandi á meðal þátttakenda. Íslenski hópurinn kemur heim á laugardaginn.