Judonámskeiðin að hefjast – skráning hafin

Full starfsemi hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 23. ágúst. Æfingar barna 4-6 ára hefjast laugardaginn 28. ágúst, æfingar barna 7-10 ára hefjast þriðjudaginn 24. ágúst og einnig Gólfglíma fyrir 30 ára og eldri. Að lokum hefjast æfingar barna 11-14 ára, byrjenda og framhaldsæfingar 15 ára og eldri og meistaraflokkur mánudaginn 23. ágúst. Byrjendur fá frían prufutíma og er í góðu lagi að mæta í tímann með síðar íþróttabuxur og bol. Judobúninga er hægt að fá hjá JR.

Helstu upplýsingar eins og æfingatímagjöld og þjálfarar má finna hér.
Frekari upplýsingar í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is

Hér er hægt að skrá sig og ef ákveðið er að halda áfram að loknum prufutíma þá er gengið frá lokaskráningu og námskeiðsgjaldi hér.