Æfingabúðir í Gerlev í Danmörku

JSÍ hefur valið landsliðshóp (Seniors, U21 og U18) sem leggur af stað í nótt til að taka þátt i æfingabúðum í Danmörku sem fara fram dagana 1. til 7 ágúst í Gerlev sem er í um klukkutíma fjarlægð frá Kaupmannahöfn með lest . Við höfum margoft tekið þátt í þessum æfingabúðum áður og líkað vel en æfingar eru tvær á dag við mjög góðar aðstæður og flottir þjálfarar. Dönsku landsliðin (Seniors, Juniors og Cadett) eru á meðal þátttakenda en auk þeirra er búist við um eitt hundrað þátttakendum víðs vegar úr Evrópu. Þau sem taka þátt að þessu sinni frá Íslandi eru, Gísli Egilson sem er fararstjóri og þjálfari, Ingunn Rut Sigurðardóttir, Matthías Stefánsson, Kjartan Hreiðarsson, Aðalsteinn Björnsson, Daron Hancock, Daníel Árnason, Nökkvi Viðarsson, Jakub Tomczyk og Gylfi Edduson. Fleiri voru valin til fararinnar eins og t.d. Hekla Pálsdóttir, Böðvar Arnarsson, Ingólfur Rögnvaldsson, Vésteinn Bjarnason, Hákon Garðarsson, Birkir Bergsveinsson svo einhverjir séu nefndir en komust ekki eða urðu að hætta við þátttöku.