Fleiri kyu gráðanir

Í janúar lok og í þessari viku fóru fram nokkrar kyu gráðanir í JR. Þann 24. janúar tók Snorri Sveinn Lund 4. kyu (appelsínugult belti) og í dag fóru sex aðilar í 3. kyu (grænt belti) en það voru þau Emma Tekla Thueringer, Edgards Butevics, Orri Snær Helgason, Logi Andersen, Vésteinn Gunnarsson og Vilmar Tsirilakis Vilmarsson og auk þeirra tóku þeir félagar Fannar Frosti Þormóðsson og Benjamín Birgir Blandon sína næstsíðustu strípu sem er blá en þeir eru báðir 10 ára og er það ekki fyrr en á ellefta ári sem þeir fara í kyu gráðun og fá þá gult belti. Til hamingju öll með áfangann.

Fv. Snorri, Vésteinn, Orri, Logi, Edgards, Emma og Vilmar og fyrir framan sitja f.v. þeir Benjamín og Fannar