Copenhagen Open 2024

Copenhagen Open 2024 hefst föstudaginn 29. mars og verður fjöldi keppenda frá Íslandi á meðal þátttakenda og keppa þeir í aldursflokkum U15, U18 og +18 ára. Frá JR fara eftirfarandi tíu keppendur en það eru þau Jóhann Jónsson sem keppir í U15 og í U18 keppa þau Emma Thueringer, Orri Helgason, Mikael Ísaksson, Gunnar Tryggvason, Jónas Guðmundsson, Elías Þormóðsson og Viktor Kristmundsson, og keppa flest þeirra einnig í 18+ sem og þeir Daron Hancock og Skarphéðinn Hjaltason og með okkur úr KA kemur Samir Jónsson og mun hann bæði keppa í U18 og 18+.

Keppni í U18 verður á föstudaginn og á laugardaginn verður keppt í aldursflokkum U15 og 18+. Myndin hér neðar var tekin að lokinni æfingu í kvöld en hópurinn leggur af stað í nótt ásamt þremur þjálfurum og nokkrum foreldrum. Hér eru upplýsingar um mótið og keppendalistann er hægt að skoða í Registration.

Mótið verður í beinni útsendingu og fréttir og upplýsingar verða settar á facebook síðu JR .