Egill Blöndal keppti í dag í – 90 kg flokknum á heimsmeistaramótinu í Budapest. Hann mætti Pólverjanum Piotr Kuczera og átti Egill fína glímu en hann var mun virkari og sótti mun meira fyrstu tvær mínúturnar en því miður náði hann ekki að skora gegna Pólverjanum sem varðist vel. Þegar um ein og hálf mínúta var eftir af viðureigninni náði Pólverjinn hinsvegar að komast í uchi-mata og skoraði wazaari. Egill reyndi strax að jafna leikinn og var ekki langt frá því að gera það í einni sókn sinni en því miður lenti hann undir Pólverjanum sem náði að nýta sér það og komst í fastatak og vann viðureignina þegar um 37 sek. voru eftir af henni. Hér er myndband af glímunni hans Egils og öll úrslit.
Á meðal áhorfenda á mótinu voru fjórir Íslenskir judodómarar þeir Björn Sigurðarson, Birkir Hrafn Jóakimsson, Jón Kristinn Sigurðsson og Sævar Sigursteinsson of fylgdust með mótinu en þeir voru þar til að kynna sér dómgæslu og framkvæmd en mikið hefur verið um breytingar á dómarareglum upp á síðkastið og túlkun þeirra.
Heimsmeistaramótið 2017
Heimsmeistaramótið í Judo hófst í Budapest 28. ágúst og stendur til 3. september. Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari hefur valið Egill Blöndal til fararinnar og verður hann okkar eini fulltrúi á HM að þessu sinni og keppir hann í -90 kg flokki. Á hverjum degi er keppt í tveimur til þremur þyngdarflokkum og byrjað í þeim léttustu. Hægt er að sjá allar viðureignir í beinni útsendingu og einnig að skoða þær aftur síðar sem og að fylgjast með öllu mótinu, einstaklingum og fleira og fleira á alveg hreint frábærum nýjum vef IJF. Egill Blöndal hefur undirbúið sig mjög vel fyrir mótið og hefur tekið þátt í fjölda móta og æfingabúða bæði hér heima sem og erlendis og er til í slaginn en hann verður ekki auðveldur. Í -90 kg flokknum eru 72 keppendur og keppt er með útsláttar fyrirkomulagi. Egill situr yfir í fyrstu umferð og mætir svo Pólverjanum Piotr Kuczera sem er í 35 sæti heimslistans. Hann var í þriðja sæti á EM seniora 2016 og hefur unnið 20 af 23 glímum á þessu ári. Ef að Egill á góðan dag og vinnur þessa viðureign þá tekur ekkert betra við því hann fær þá að öllum líkindum Aleksandar Kikolj frá Serbíu sem er efstur á heimslistanum í dag í -90 kg flokknum. En þetta er judo og allt getur gerst og Egill hefur sýnt það að hann eflist bara við mótlætið. Egill keppir næsta föstudag og hest keppnin kl. 8 að morgni að íslenskum tíma og á Egill tíundu viðureign sem gæti verið um kl. 8:30. Á sunnudaginn verður síðan keppt í liðakeppni landa og er það í fyrsta skipti sem keppt er með blönduðum liðum það er að hvert land er með lið sem er skipað þremur konum og þremur körlum. Nú nýlega var samþykkt að á næstu Ólympíuleikum sem verða í Tokyo 2020 verði einning keppt í liðakeppni að lokninni keppni einstaklinga. Á ársþingi alþjóða judosambandsins (IJF) í síðustu viku var tilkynnt um samstarf IJF við CNN sem mun fjalla reglulega um judo íþróttina ásamt öðru sporti á vef sínum.
Ægir með gull
Ægir Valsson vann til gullverðlauna í dag í -90 kg flokki á The West Of England Reg Lomax Senior Open 2017. Fyrst mætti hann Gyula Menyik og vann hann á ippon, fyrst náði hann wazaari kasti sem hann fylgdi eftir með fastataki. Í annari umferð mætti hann William Von Mallinckrodt og vann hann einnig á ippon. Hann náði kasti á honum og fékk wazaari fyrir það og ekki löngu seinna kom annað sem var ippon kast. Þá var hann kominn í úrslit og mætti Nastasa Silviu. Í einni sókn Nastasa þegar hann reyndi kosotogari þá varðist Ægir því með mótbragði og náði honum á uchi mata og fékk Ippon fyrir kastið og gullið var hans. Vel gert Ægir, til hamingju.