Síðasta æfing fyrir sumarfrí hjá börnum 7-10 ára var s.l. fimmtudag og á laugardaginn hjá börnum 4-6 ára. Það var ákaflega skemmtilegt og ánægulegt að starfa og leika með börnunum á önninni og vonandi að þau hafi einning skemmt sér vel og haft gagn og gaman af æfingunum. Æfingar hefjast aftur í lok ágúst og vonumst við þá til þess að sjá þau sem flest aftur. Æfingum barna 11-14 ára verður haldið áfram í sumar og á sömu tímum eins og verið hefur. Hér neðar eru nokkar myndir frá tímabilinu sept. ´20 til júní ´21.
Úrslit Íslandsmeistaramóts yngri 2021
Íslandsmeistaramót í yngri aldursflokkum fór fram laugardaginn 29. maí. Keppt var í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs og voru keppendur um sextíu frá sjö félögum. Keppnin var oft á tíðum jöfn og spennandi og mikið um glæsileg tilþrif. Þátttakendur frá JR voru tuttugu og fjórir og unnu þeir tíu til gullverðlauna, sex silfurverðlauna og sex bronsverðlauna og er þeim óskað til hamingju með þann frábæran árangur sem við hjá JR erum stoltir af. Hér er hægt að horfa á glímurnar á YouTube og hér eru úrslitin.
U13-40 U13-42 U13-46 U13-48 U13-60 U15-46 U15-50 U15-55 U15-57 U15-66 U18-66 U18-70 U18-73 U18-81 U18-90 U21-63 U21-66 U21-70 U21-73 U21-90 U21-100
Orri og Kolmar komnir með 2. kyu
Þeir félagar Kolmar Ari Jónsson og Eyjólfur Orri Sverrisson þreyttu gráðupróf í 2. kyu í kvöld og stóðust það með glans. Til hamingju með áfangann.
Æfingar í sumar
Æfingum á vorönn lýkur í þessari viku hjá 4-6 ára og 7-10 ára en æfingum þeirra var framlengt um eina viku. Hinsvegar verða æfingar í sumar hjá 11-14 ára fram í ágúst á sömu dögum og á sama tíma eins og verið hefur. Einnig verða æfingar í sumar hjá framhaldi 15 ára og meistarflokki eins og verið hefur fram í miðjan júní en þá sameinst tímarnir en nánari upplýsingar um það verða verða birtar síðar.
Æfing barna 4-6 ára og 7-10 ára
Ákveðið var að framlengja æfingum barna 4-6 ára og 7-10 ára um eina viku þannig að síðasta æfing hjá 7-10 ára verður fimmtudaginn 3. júní og hjá 4-6 ára laugardaginn 5. júní.
Íslandsmótið í yngri flokkum 2021
Íslandsmót í yngri aldursflokkum verður haldið hjá Judodeild Ármanns í Laugardal, laugardaginn 29. maí og hefst það með keppni í aldursflokkum U13 og U15 kl. 10:00 og lýkur þeirri keppni um kl. 12:00. Keppni U18 hefst svo um kl. 12 og að lokinni þeirri keppni sem gæti verið um kl. 13:30 þá hefst keppni í U21 árs aldursflokki og mótslok eru áætluð um kl. 15:30. Athugið að JR sér um að greiða keppnisgjöldin fyrir alla keppendur sína.
Allir aldursflokkar geta mætt í vigtun á mótsstað föstudaginn 28. maí frá 17-19 eða á keppnisdegi frá 9-9:30 fyrir U13 og U15 og kl. 11-11:30 fyrir U18 og U21. Aldursflokkar U18 og U21 geta líka mætt í vigtun kl. 9-9:30 ef það hentar þeim betur.
Hér eru úrslitin 2019 og nokkrar hreyfimyndir frá mótinu.
Úrslit Íslandsmeistarmóts seniora 2021
Skemmtilegu og spennandi Íslandsmeistaramóti sem haldið var í íþróttahúsinu Digranes í Kópavogi í dag lauk með því að ellefu Íslandmeistarar voru krýndir. Af þessum ellefu voru fjórir að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í karlaflokki en það voru þeir Daníel Árnason -60 kg, Judofélagi Reykjanesbæjar (JRB), Ingólfur Rögnvaldsson -66 kg úr JR, Zaza Simonishvili -73 kg úr JR og Matthías Stefánsson -100 kg úr ÍR. Aðrir sem urðu meistarar í dag voru Þór Davíðsson +100 kg UMFS sem vann sinn fimmta titil, Egill Blöndal -90 kg einnig frá UMFS en hann vann sinn sjötta titil og Árni Pétur Lund úr JR en hann vann sinn þyndarflokk -81 kg í annað sinn og Opna flokkinn í fyrsta skiptið eftir hörku úrslitaglímu gegn Agli Blöndal sem hafði titil að verja. Íslandsmeistari í -78 kg flokki kvenna var Hjördís Erna Ólafsdóttir úr JR og var þetta hennar sjötti titill og Ingunn Rut Sigurðardóttir úr JR vann tvöfalt þegar hún sigraði -70 kg flokkinn og einnig Opna flokkinn en það var í fyrsta skipti sem hún vann þann flokk og eru þá hennar Íslandsmeistaratitlar orðnir fimm.
Mótið gekk stórslysalaust fyrir sig, dómgæslan vel mönnuð sem og mótsstjórn og önnur störf sem fylgir svona mótahaldi. Athygli vakti að yngsti og léttasti maður mótsins Aðalsteinn Karl sem keppti í -60 kg flokki skráði sig í Opna flokkinn og stóð sig með prýði en það gerist ekki oft að keppendur úr léttasta flokki taki þátt í opnum flokki þar sem þeir geta mætt andstæðingi sem er jafnvel helmingi þyngri og því lítil von um vinning en það vantar ekki kjarkinn í Alla Kalla og á hann örugglega eftir að láta að sér kveða seinna meir. Stjórn JSÍ notaði tækifærið til að tilkynna um heiðursgráðun tveggja judomanna sem hafa stundað íþróttina í áratugi og gera enn. Þeir eru báðir meðal annars fyrrum Íslandsmeistarar en eftir að keppnisferli lauk hafa þeir komið að þjálfun og félagsstörfum. Það voru þeir Kári Jakobsson sem er einn af frumkvöðlum judoíþróttarinnar á Íslandi en hann byrjaði að æfa í kringum 1963 þá 17 ára gamall og Runólfur V. Gunnlaugsson sem hóf æfingar í kringum 1978 þá 25 ára gamall sem voru gráðaðir í 3. dan.
Hér er hægt að horfa á forkeppnina, völlur 1 og völlur 2 og úrslitaglímur á YouTube og hér eru úrslitin.
-70 kg -78 kg Opinn flokkur -60 kg -66 kg -73 kg -81 kg -90 kg -100 kg +100 kg Opinn flokkur Árni og Ingunn með
gull í Opnum flokki
Gert klárt fyrir ÍM karla og kvenna 2021
Það var vaskur hópur manna sem að tók til hendinni og standsetti keppnissvæðið fyrir Íslandsmeistaramót karla og kvenna sem haldið verður í íþróttahúsinu Digranes í Kópavogi á morgun 16. maí. Vel gekk að setja niður keppnisvellina enda vanir menn sem að því komu. Þormóður Jónsson bar hitann og þungann af framkvæmdinni og Davíð Áskelsson sá um tölvubúnaðinn með aðstoð sona sinna. Hér eru nokkar myndir frá standsetningunni í kvöld.
Hér er keppendalistinn en hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu þar sem JSÍ mun streyma frá mótinu. Völlur 1. og Völlur 2.
Íslandsmeistaramót karla og kvenna 2021
Íslandsmeistaramót karla og kvenna verður haldið í íþróttahúsinu Digranesi sunnudaginn 16. maí og eru um fjörtíu keppendur skráðir til leiks. Mótið hefst kl. 10:00 með forkeppni sem lýkur um kl. 12:00. Úrslit hefjast svo um kl. 13:00 og standa þau yfir til um kl. 14:00 en þá hefst keppni í opnum flokkum sem lýkur um kl. 15:30 og mótslok kl. 16:00. Vigtun hjá JR laugardaginn 15. maí frá 17:00-18:00. Muna að hafa með sér bæði hvítan og bláan judobúning.
Lokað á uppstignardag nema hjá 15+
Allar æfingar falla niður á morgun uppstigningardag nema hjá framhaldi 15 ára og eldri og hefst sú æfing eins og venjulega kl. 18:30.