Brons á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikarnir voru haldnir á Möltu dagana 29. maí til 3. júní og voru tíu íslenskir þátttakendur í judo á meðal keppenda en alls voru keppendur sjötíu frá níu þjóðum. Í einstaklingskeppninni 30. maí, náðu þeir Árni Pétur Lund -90 kg og Egill Blöndal -100 kg bestum árangri en þeir unnu til bronsverðlauna. Helena Bjarnadóttir -63 kg, Weronika Komendera -52 kg og Skarphéðinn Hjaltason -90 kg kepptu einnig um bronsverðlaun en töpuðu þeirri viðureign og enduðu í 5. sæti. Sveitakeppninni fór fram 1. júní og kepptum við aðeins í karlasveit. Keppt er í þremur þyngdarflokkum -66kg(-60kg og -66kg), -81kg(-73kg og -81) og -100kg og var sveitin skipuð þeim Aðalsteini Björnssyni og Kjartani Hreiðarssyni í -81kg og Árna Pétri Lund og Agli Blöndal í -100kg. Því miður var sveitin ekki fullskipuð þar sem Romans Psenicnijs -66 kg var frá keppni vegna meiðsla svo sveitin byrjaði alltaf með eitt tap. Fyrst mættum við Monaco og tapaðist sú keppni með einum vinningi gegn tveimur (Kjartan tapaði en Árni vann). Næst mættum við Lichtenstein og fór hún eins, við töpuðum með einum vinningi gegn tveimur (Kjartan vann en Egill tapaði) og þar með vorum við úr leik. Á vef JSÍ má sjá nánari umfjöllun um einstaklingskeppnina og liðakeppnina. Upplýsingar um keppnina og úrslit má finna víða eins og hér hjá IJF sem og hér og á heimasíðu EJU er líka hægt að sjá úrslitin og skoða myndasafn frá leikunum. Hér eru pdf skjöl, keppnisgögn, úrslit, skipting verðlauna.