Brons á Baltic Sea Championship

Baltic Sea Championships fór fram dagana 2-3 desember en það var haldið í Orimatilla í Finnlandi. Mótið er eitt af þeim sterkari sem er haldin á Norðurlöndunum og voru keppendur rúmlega fimm hundruð frá tólf þjóðum. Frá Íslandi voru þátttakendur sex og kepptu þeir í U15, U17, U20 og senioraflokkum. Aðalsteinn Björnsson komst lengst okkar keppenda en hann vann til bronsverðlauna í M-81 kg. flokki karla sem er vel af sér vikið aðeins 17 ára gamall. Hann var ekki langt frá því að keppa til úrslita í flokknum en hann var yfir með wazaari í undanúrslitum og var virkari í glímunni en í einni sókn sinni lendir hann á bakinu og andstæðingi hans tókst að komast í fastatak og vinnur glímuna en Aðalsteinn keppti um bronsverðlaunin og tók þau. Aðalsteinn keppti líka um bronsverðlaun í U20 ára daginn áður en laut þar í lægra haldi gegn Andreas Prangli frá Eistlandi. Þeir Skarphéðinn Hjaltason í M-90 kg flokki karla og Fannar Júlíusson í U17-73 kg kepptu einnig um bronsverðlaun en urðu að játa sig sigraða og enduðu því í 5. sæti. Þrátt fyrir að hinir íslensku keppendurnir hafi ekki komist eins langt og ofangreindir þá stóðu þeir sig vel og áttu ágætis glímur sem sumar unnust en aðrar ekki og stundum mátti litlu muna hvoru megin sigurinn lenti. Hér eru linkar á YouTube video frá mótinu og pdf úrslit og glímurnar hans Alla í -81 kg flokki karla.