Alli leit við á æfingu 11-14 ára

Aðalsteinn Björnsson sem vann til bronsverðlauna (aðeins 17 ára gamall) í -81 kg. flokki karla á Baltic Sea Championships í Finnlandi síðastliðna helgi leit við á æfingu mánudagin 4. des. hjá börnum og unglingum 11-14 ára sem þóttu gaman að fá að handleika og skoða verðlaunapeninginn. Aðalsteinn eða Alli eins og hann er gjarna kallaður er glæsileg fyrirmynd þessara ungu iðkenda og hvatning til þeirra að æfa vel því með ástundun og einbeittni eins og Alli hefur sýnt er hægt að ná langt.