
Haustmót seniora 2017 var haldið í dag á Selfossi og eru úrslitin hér. Þátttakan í ár var í slakara lagi og þurfa klúbbarnir að taka sér tak og senda keppendur sína á þetta mót eins og önnur. Landsliðsþjálfarar gera þá kröfu til keppenda sem ætla sér að komast í landsliðshóp að þeir taki þátt í öllum mótum JSÍ en upplýsingum um það hefur verið komið til skila til allra klúbba svo það á ekki að koma neinum á óvart. Að loknu móti heldu landsliðsþjálfarar fund með þjálfurum sem boðað hafði verið til og fóru yfir helstu atriði sem þeir munu leggja áherslu á. Þar kom meðal annars fram að þeir munu halda reglulega sameiginlegar randori æfingar (jafnvel vikulega) og lyftinga og þrekpróf verða minnst tvisvar á ári. Farið var yfir hvaða mót er áætlað að taka þátt í og hvaða árangur keppendur þurfa að uppfylla til að verða valdir til þátttöku. Meðfylgjandi eru myndir frá mótinu.













Haustmót seniora þ.e. 15 ára og eldri verður haldið á Selfossi laugardaginn 7. okt. næstkomandi, sjá nánar
Fyrsta landsliðsæfingin á þessu hausti var haldin í dag frá 11-13 í Júdófélagi Reykjavíkur. Það voru allir 15 ára og eldri iðkendur velkomnir en ekki var skyldumæting fyrir landsliðsmenn að þessu sinni þar sem fyrirvari æfingarinnar var í styttra lagi. Það mættu rúmlega tuttugu þátttakendur var æfingin mjög vel heppnuð en landsliðsþjálfar U18/U21 og seniora þau Anna Soffía Víkingsdóttir, Hermann Unnarsson og Jón Þórarinsson stýrðu henni saman. Hér eru nokkrar myndir frá æfingunni.




Júdófélag Reykjavíkur hefur opnað nýja 
Egill Blöndal keppti í dag í – 90 kg flokknum á heimsmeistaramótinu í Budapest. Hann mætti Pólverjanum 
Ægir Valsson vann til gullverðlauna í dag í