Allskonar upplýsingar

Hef tekið saman mér til gamans ýmiskonar upplýsingar um judo á Íslandi. Þessar upplýsingar hafa fæstar verið til í tölvutæku formi og hef ég fundið þær í árskýrslum JSÍ, dagblöðum og tímaritum og fleiri stöðum og sett í aðgengilegt form þar sem hægt er að leita t.d. eftir nöfnum, þyngdarflokkum, árum eða gráðum.  Þarna er listi yfir alla Íslandsmeistara karla og kvenna frá upphafi, allar dan gráður og formenn JSÍ  svo eitthvað sé nefnt og ætlunin að bæta einhverju við. Þetta eru ekki tæmandi listar og á eftir að uppfæra  nokkra þeirra en það er allt í vinnslu. JSÍ er að láta útbúa fyrir sig forrit/gagnabanka þar sem allar þessar og fleiri upplýsingar munu verða aðgengilegar á heimasíðu JSÍ  og standa vonir til þess að það verði komið í gagnið fyrir næstu áramót en fram að því má notast við þetta.

Hér fyrir ofan undir Ýmis gögn og JSÍ gögn má finna ofangreint.