Páskamót JR sem verið hefur eitt vinsælasta mót ársins hjá yngri judo iðkendunum og jafnframt eitt fjölmennasta mót hvers árs verður haldið í laugardaginn 7. apríl og er skráning á það til miðnættis miðvikudaginn 4. apríl. Mótið hefst kl. 10 hjá aldurshópnum 8-10 ára og stendur til kl. 12 og þá hefst keppni í aldursflokknum 11-14 ára sem ætti að ljúka um kl. 14. Vigtun er á keppnisstað frá 9-9:30 fyrir alla aldurshópa. Keppendur í aldursflokknum 11-14 ára geta líka mætt í vigtun frá 11-11:30. Þeir sem mæta ekki í vigtun á réttum tíma verða afskráðir svo keppnin geti hafist á réttum tíma. Nánari upplýsingar hér.


Páska æfingabúðir fyrir aldurshópinn 8-15 ára verða haldnar í JR dagana 29/3, 30/3, 31/3 og 2/4 og kosta ekki neitt. Hver æfing verður í einn og hálfa klukkutíma og hefst kl. 16:00 ofangreinda daga. Þeir sem vilja og hafa tök á því að taka þátt í þeim eru beðnir um að láta þjálfara JR vita eða senda póst á jr@judo.is. Þjálfarar verða ekki af verri endanum en eftirtaldir aðilar munu sjá um æfingarnar. Bjarni Skúlason, Emil Þór Emilsson, Guðmundur Björn Jónasson, Jón Þór Þórarinnson, Marija Dragic Skúlason og Þormóður Árni Jónsson.
Íslandsmót seniora sem átti að halda 28. apríl næstkomandi hefur verið fært til. Þar sem Evrópumótið fer fram á sama degi og nokkrir af okkar sterkustu judo mönnum verða þar á meðal keppenda hefur verið ákveðið að færa Íslandsmótið aftur um eina viku. Það verður því haldið 5. maí á sama stað þ.e. í Laugardalshöllinni og síðan eins og gert var ráð fyrir þá verða æfingabúðirnar daginn eftir. Æfingabúðirnar verða haldnar hjá JR eða Judodeild Ármanns, tilkynnt síðar.
Mótið verður haldið í 

Hugo og liðið hans 


Góumótið sem halda átti fyrir viku en var frestað vegna veðurs var haldið í dag. Yfir fjörtíu keppendur voru upphaflega skráðir til keppni en breytt dagsetning hefur eflaust haft eitthvað með það að gera að ekki skiluðu sér allir í dag en keppendur voru þrjátíu og komu frá eftirfarandi judoklúbbum, Grindavík, ÍR, JR, Selfossi og Þrótti. Góumótið er keppni yngstu iðkendanna (8-10 ára) og þar eru allir sigurvegarar og fá gullverðlaun fyrir þátttökuna. Börnunum er raðað saman eftir aldri og þyngd eins og venja er og keppa stúlkur og drengir saman í flokkum. Mótið í dag var frábær skemmtun og börnin sýndu oft á tíðum ótrúlega flott judo miðað við unga aldur. Það má ljóst vera að mikil gróska er hjá öllum klúbbum landsins í yngstu aldursflokkunum eins og sjá mátti á Góumótinu í dag og afmælismóti JSÍ í gær en tæplega hundrað og fimmtíu keppendur voru skráðir til leiks frá níu klúbbum á þessi mót. Hér eru 
















