Keppa í Luxembourg á morgun

Fjölmennt lið úr JR lagði af stað í morgun til Luxembourg. Þar munu þau keppa á alþjóðlegu móti sem haldið verður á morgun  í Differdange og taka síðan þátt í æfingabúðum daginn eftir. Mótið heitir Challenge International  de la Villa Differdange og er fyrir bæði kynin í aldursflokkum U9 – U11 – U13 – U15 og U18. Við keppum þar í  aldursflokkum U11 og U13 og erum við með sex keppendur og þeim fylgja  þjálfarar og foreldrar. Keppendur okkar í U11 eru Emma Thueringer, Helena Bjarnadóttir, Weronika Komendera,  Elías Þormóðsson, Jónas Guðmundsson og Mikael Ísaksson sem keppir í U13.