Fimm Gull í Luxemborg

Það var glæsileg uppskera hjá krökkunum okkar í Luxemborg í morgun en þar kepptu þau á alþjóðlegu móti sem heitir Challenge de la Ville de Differdange 2018 og unnu þau til fimm gullverðlauna í aldursflokknum U11 en það voru þau Emma Thueringer, Helena Bjarnadóttir, Weronika Komendera, Elías Þormóðsson og Jónas Guðmundsson sem það gerðu en því miður náði  Mikael Ísaksson sem keppti í U13 og er á yngra árinu ekki í verðlaun að þessu sinni en hann er einn okkar besti keppandi í þessum aldursflokki og á örugglega eftir að landa nokkrum gullum erlendis í framtíðinni. Þetta var í fjórða sinn sem þetta mót var haldið og hefur keppendum og þátttökuþjóðum fjölgað verulega frá því að það var fyrst haldið árið 2015 en þá voru keppendur 107 frá þremur þjóðum (LUX, FRA, GER) og keppt á tveimur völlum, í fyrra voru keppendur 292 frá sex þjóðum en í ár var keppt á fjórum völlum og þjóðirnar orðnar sjö( LUX, SCO, GER, BEL, NED, FRA, ISL) . Því miður eru ekki komnar upplýsingar um keppendafjölda en búast má við því að enn hafi fjölgað svo þetta var einkar glæsilegur árangur og greinilegt að Guðmundur og aðrir þjálfarar okkar eru að gera rétta hluti. Til hamingju með frábæran árangur.