Naoki Murata til Íslands

Vinur okkar Naoki Murata er væntanlegur til landsins á morgun. Fyrir þá sem ekki vita þá var hann þjálfari Judodeildar Ármanns frá 1975-1977 og landsliðsþjálfari okkar Íslendinga 1976-1977 og fór meðal annars með Gísla Þorsteinssyni og Viðari Guðjohnsen á Ólympíuleikana 1976 en það var í fyrsta skipti sem Íslenskir judomenn tóku þátt í þeim. Naoki Murata sem er 8. Dan er forstöðumaður Kodokan Judo safnsins í Tokyo og einnig er hann varaforseti  Japanese Academy of Budo og er mjög virtur í judo fræðum í heiminum. Á Judo Festival í Porc í vikunni var hann með stórt hlutverk og sá meðal annars um Kodokan Kata Seminar ásamt Mikihiro Mukai og MONDO þar sem hann svaraði allskonar spurningum áhugasamra um judo. Naoki Murata verður hér í boði Judodeildar Selfoss og mun hitta helstu forsvarsmenn íþróttamála þar og skoða íþróttamannvirki þeirra og vera viðstaddur æfingu hjá judodeildinni annað kvöld og að lokum verður haldin veisla honum til heiðurs. Þetta var vel til fundið hjá Selfyssingum og þakkar vert.