Félagi okkar Hugo Lorain keppir á morgun 14. okt. í París með klúbbnum sínum á Franska meistaramótinu í sveitakeppni. Þeir keppa í annari deild að þessu sinni þar sem þeir gátu ekki tekið þátt í undankeppni fyrir fyrstu deild þar sem nokkrir keppenda þeirra, þar á meðal Hugo voru meiddir. Síðast þegar þeir kepptu í annari deild urðu þeir í þriðja sæti. Búist er við þátttöku um þrjátíu liða allsstaðar af landinu. Hér eru nokkra myndir af Hugo og liðsfélögum hans frá mótinu 2016.
Tóku gulabeltið
Úr byrjendahóp fullorðinna sem byrjaði í september voru tveir aðilar sem fóru í beltapróf í gær og voru það þau Judy Yum Fong og Matthías Pétursson en þau og tóku gula beltið og stóðu sig með glæsibrag.
Æfingahelgi 14-17 ára á Akureyri 11-12 nóv.
Helgina 11 til 12 nóvember verður landsliðsæfingahelgi fyrir cadets (15-17 ára) haldin hér á Akureyri. Tvær æfingar á laugardegi fyrri 10-12 og seinni 14:30-16:30. Ein æfing á sunnudegi frá 9:30 – 10-45. Sjá nánar á heimasíðu JSÍ
Júdósamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ
Júdósamband Íslands (JSÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Sjá nánar á heimasíðu JSÍ.
Æfa í Róm
JR- ingarnir Ægir Valsson, Logi Haraldsson og Árni Lund héldu af stað í gær til Rómar og þar munu þeir taka þátt í OTC æfingabúðum frá 9-13 október. OTC æfingabúðirnar eru á vegum Evrópu júdó sambandsins og eru átta slíkar haldnar á ári hverju víðsvegar um Evrópu. Á þær koma ekki bara topp keppendur frá Evrópu heldur einnig flestir bestu judomenn heims frá öðrum heimsálfum svo þeir félagar fá frábært tækifæri á því að glíma við og læra af þeim bestu. Hér er eru upplýsingar um verkefnið OTC “GOING FOR GOLD” sem sett var af stað árið 2010.
Úrslit Haustmóts seniora 2017
Haustmót seniora 2017 var haldið í dag á Selfossi og eru úrslitin hér. Þátttakan í ár var í slakara lagi og þurfa klúbbarnir að taka sér tak og senda keppendur sína á þetta mót eins og önnur. Landsliðsþjálfarar gera þá kröfu til keppenda sem ætla sér að komast í landsliðshóp að þeir taki þátt í öllum mótum JSÍ en upplýsingum um það hefur verið komið til skila til allra klúbba svo það á ekki að koma neinum á óvart. Að loknu móti heldu landsliðsþjálfarar fund með þjálfurum sem boðað hafði verið til og fóru yfir helstu atriði sem þeir munu leggja áherslu á. Þar kom meðal annars fram að þeir munu halda reglulega sameiginlegar randori æfingar (jafnvel vikulega) og lyftinga og þrekpróf verða minnst tvisvar á ári. Farið var yfir hvaða mót er áætlað að taka þátt í og hvaða árangur keppendur þurfa að uppfylla til að verða valdir til þátttöku. Meðfylgjandi eru myndir frá mótinu.
Haustmót JSÍ næstu helgi
Haustmót seniora þ.e. 15 ára og eldri verður haldið á Selfossi laugardaginn 7. okt. næstkomandi, sjá nánar hér.
Skráningarfrestur til miðnættis miðvikudagsins 4. okt.
Haustmót JSÍ í yngri aldursflokkum þ.e. U21/U18/U15/U13 verður haldið í Grindavík laugardaginn 21. okt. næstkomandi, sjá nánar hér.
Skráningarfrestur til miðnættis mánudagsins 16. okt.
Myndin er af Gísla Vilborgarsyni og Adrían Ingimundarsyni en þeir unnu gullverðlaunin á Haustmótinu í -81 kg og +100 kg flokkum í fyrra.
Fyrsta landsliðsæfing haustsins
Fyrsta landsliðsæfingin á þessu hausti var haldin í dag frá 11-13 í Júdófélagi Reykjavíkur. Það voru allir 15 ára og eldri iðkendur velkomnir en ekki var skyldumæting fyrir landsliðsmenn að þessu sinni þar sem fyrirvari æfingarinnar var í styttra lagi. Það mættu rúmlega tuttugu þátttakendur var æfingin mjög vel heppnuð en landsliðsþjálfar U18/U21 og seniora þau Anna Soffía Víkingsdóttir, Hermann Unnarsson og Jón Þórarinsson stýrðu henni saman. Hér eru nokkrar myndir frá æfingunni.
Ný JR Facebook síða
Júdófélag Reykjavíkur hefur opnað nýja Facebook síðu þar sem hin var yfirtekin og jafnframt var aðgangi JR að henni lokað. Þar sem öllum tilraunum til að fá hana afhenta aftur var hafnað nema gegn óásættanlegum skilyrðum eða greiðslu sem kom ekki til greina að JR hálfu, þá var það niðurstaðan að opna nýja síðu.
Gamla Facebook síðan sem nú kallast Júdó Samfélagið er að öllu leyti óviðkomandi JR þó svo að enn séu þar myndir og textar sem tilheyra JR en vonast er til að það efni verði fjarlægt.
Vegna þessa óskum við eftir því, að þið deilið nýju Facebook síðu JR eins og ykkur er kostur til þess að ná sem fyrst aftur til allra aðstandenda félagsins og vina.
Kepptu í Bratislava
Ægir Valsson og Egill Blöndal kepptu á European Senior Judo Cup í Bratislava í dag. Báðir keppptu þeir í -90 kg flokki þar sem keppendur voru alls þrjátíu og einn. Ægir mætti Ihor Knysh frá Úkraníu og byrjaði sú viðureign vel hjá Ægi en hann virkaði sterkari aðilinn fyrstu tvær mínúturnar en í einni sókninni hjá Ihor þá flækstust fingur Ægis í búningi hans og fór einn fingur Ægis úr lið en small strax í aftur en það var nóg til þess að Ægir gaf glímuna og var þar með dottinnn úr keppninni sem var algjör synd því hann virtist til alls líklegur.
Egill Blöndal mætti Jorda Kouros frá Ástralíu, Egill var mun sterkari aðilinn og sigraði örugglega með fastataki þegar um ein og hálf mínúta var eftir en hafði þá áður skorað wazaari. Í annari umferð mætti hann Radim Knapek frá Tékklandi. Egill byrjaði vel og var ekki langt frá því að sigra hann með armlás en Tékkinn rétt slapp. Eftir það var Tékkinn varari um sig en hann var með lúmskt vinstra makkikomi sem Egill réði ekki við og náði hann Agli á ippon þegar um þrjátíu sekúndur voru eftir af viðureigninni en var reyndar búinn að skora tvívegis áður með sama bragði. Þar með var Egill fallinn úr keppninni eins og Ægir því það eru engar uppreisnarviðureignir nema menn komist í átta manna úrslit.