Grímur kominn með svartabeltið

Hrafn, Grímur og Garðar Skaptason þjálfari UMFS

Grímur Ívarsson var staddur á landinu í janúar og tók þátt í Reykjavík Judo Open en hann býr nú sem stendur í Danmörku. Hann notaði tækifærið og tók 1. dan prófið í dag en hann hafði ekki komið því við fyrr en nú en hann var fyrir löngu búinn að uppfylla öll skilyrði sem til þurftu. Prófið stóðs Grímur með glæsibrag. Uke hjá honum var Hrafn Arnarsson. Til hamingju með áfangann Grímur.

RIG Open 2018 – Schedule & result

Reykjavik Judo Open 2018 – Result

Time schedule/dagskrá.
10:00 -13:00 Preliminary/forkeppni

Mat 1.
10:00-13:00        M-60, M-81, M-100, M+100, W-70 kg

Mat 2.
10:00-13:00        M-66, M-73, M-90, W-63 kg

13:00 -14:15        Break/Hlé

14:15 -15:30        Bronze match/Brons viðureignir

15:30 -16:00       Final match/Úrslitaviðureignir

16:00                    Awards and closing ceremony /verðlaunaafhending og mótslok.

Egill með brons í Skotlandi

Þeir félagar Egill Blöndal og Breki Bernharðsson frá Judodeild Selfoss kepptu á Opna Skoska í gær og stóðu sig býsna vel en Egill varð í þriðja sæti sem er frábært. Egill sem keppir í -90 kg flokki vann fyrstu tvær viðureignirnar og var þar með kominn í undanúrslit en þar tapaði hann því miður og komst ekki í úrslitin. Hann keppti því síðar um daginn um bronsverðlaunin og vann þar sína þriðju viðureign og þar með bronsverðlaunin. Breki keppti í -81 kg flokki en þar voru keppendur  tuttugu og einn. Hann  vann fyrstu viðureign en tapar þeirri næstu. Hann fær þó uppreisnarglímu sem hann vinnur en tapar svo þeirri fjórðu og var þar með úr leik. Hér er -90 kg flokkurinn og hér er -81 kg flokkurinn.

Reykjavik Judo Open 2018

Reykjavík Judo Open er alþjóðlegt judo mót sem haldið verður í Laugardalshöllinni 27. janúar næstkomandi.  Það er met þátttaka erlendra keppenda og margir þeirra eru verðlaunahafar frá Grand Slam og Grand Prix mótunum. Það  verður því erfiður róðurinn hjá okkar mönnum en allir  okkar bestu judo menn og konur verða með. Komið og sjáið heimsklassa judo sem er bæði standandi viðureignir og gólfglíma sem gæti verið áhugavert fyrir þá sem stunda jiu-jitsu.

Kynning á dómarareglunum

Að lokinni sameiginlegri æfingu í JR næsta miðvikudag (24. jan) kl. 20:30 til 21:30 munu þeir Birki Hrafn Jóakimsson og Björn Sigurðarson kynna helstu breytingar á dómarareglum IJF og svara spurningum sem fram kunna að koma. Hér eru reglurnar kynnið ykkur þær vel  fyrir fundinn.

Reykjavík Judo Open að bresta á

Judosamband Íslands heldur nú í sjötta sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (WOW Reykjavik International Games) og er þetta opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur sem verður haldið í Laugardalshöllinni laugardaginn 27. janúar og hefst með forkeppni frá 10:00 til 13:00 og brons og úrslitaglímur verða svo frá  14:30 til 16:00.

Á mótið í gegnum tíðina hafa komið afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum og í ár koma keppendur frá Tékklandi, Frakklandi, Bretlandi, Póllandi,  og auðvitað frá Norðurlöndunum. Margir heimsklassa júdómenn hafa verið á meðal þátttakenda frá upphafi, bæði heims og Ólympíumeistarar og í fyrra var fyrrum Evrópumeistari, Marcus Nyman  á meðal þátttakenda. Í ár hafa erlendir keppendur aldrei verið fleiri og jafnari og að sjálfsögðu verða allir  okkar bestu judo menn og konur á meðal þátttakenda. Daginn eftir mót verður haldin sameiginleg æfing með öllum keppendum sem Petr Lacina landsliðsþjálfari Tékka mun stjórna en hann er þjálfari eins þekktasta judo manns heims Lukas Krpalek,  Evrópu, heims og Ólympíumeistara. Ásamt Petr hafa umsjón með æfingunni landsliðsþjálfarar Íslands (u18, u21 og seniora) þau Anna Soffía Víkingsdóttir, Hermann Ragnar Unnarsson og Jón Þór Þórarinsson. Æfingin verður frá 10-12 og haldin hjá Judodeild Ármanns.

Hér má sjá þátttakendur og úrslit fyrri móta:
2013
2014201520162017, 2018?

Vigtun keppenda hjá JR að Ármúla 17 föstudaginn 26. jan. frá kl. 18-19.

Yfirlýsing ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur gefið út yfirlýsingu vegna frásagna kvenna í íþróttahreyfingunni um ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir innan hreyfingarinnar. Judofélag Reykjavíkur tekur heilshugar undir þessa yfirlýsingu frá ÍSÍ og leggur áherslu á að ofbeldi verður aldrei liðið innan okkar íþróttar.
Hér er yfirlýsing ÍSÍ í heild sinni og hér eru svo upplýsingar um forvarnir og fræðslu.

Kvennaæfingarnar 15 ára + byrja í kvöld

Hugo Lorain og Adam Tumowski eigast við

Kvennaæfingarnar fyrir 15 ára og eldri byrja í kvöld. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 20-21. Þjálfari er Hugo Lorain frá Frakklandi. Iðkendur úr öðrum klúbbum eru velkomnir.