Keppni lokið hjá U17 á Open Twents

Open Twents í Enschede er orðið eitt fjölmennasta mótið sem haldið er í Hollandi með 1100 þátttakendum frá sex þjóðum og í dag kepptu 400 þeirra í aldursflokknum U17.  Allir bestu keppendur Hollands voru á meðal þáttakenda en þetta er úrtökumót fyrir þá til þess að komast í landslið og fá rétt til þess að keppa á Europen Cup á næsta ári.  Okkar keppendur stóðu sig öll vel eða svipað og búast mátti við miðað við styrkleika mótsins en samanborið við td. NM unglinga eða SWOP juniora þá er þetta í allt öðrum klassa og er kanski nær EYOF að styrk. Í stuttu máli þá komust okkar keppendur ekki áfram en fengu þó öll  tvær viðureignir sem því miður töpuðust. Flokkarnir voru misfjölmennir en flestir voru þó í -66 kg flokknum eða 46 keppendur en Ísak Freyr Hermannsson keppti í þeim flokki en hann tapaði  í  sínum viðureignum eftir harða keppni. Kjartan Logi Hreiðarsson -73 kg tapaði fyrstu viðureign á þremur shido gegn Hollendingi sem varð í öðru sæti síðar um daginn og Andri Fannar Ævarsson -81 kg tapaði einnig fyrir silfur verðlaunahafa í fyrstu viðureign eftir hörku glímu. Skarphéðinn Hjaltason sem er 14 ára gamall og keppti í -81 kg flokknum er á yngsta ári í aldursflokknum U17  (14-16 ára). Hann var ekki langt frá því að vinna sína fyrstu viðureign þegar hann var kominn með andstæðing sinn í shime-waza en sá slapp með skrekkinn.  Hákon Garðarsson-73 kg tapaði einnig sínum viðureignum eftir hörku átök sem og Helga Aradóttir í -70 kg flokknum en hún tapaði fyrir stúlku í fyrstu viðureign sem vann bronsið síðar um daginn. Þó svo að engar viðureigni hafi unnist í dag þá mun reynslan af þátttökunni og upplifunin af svona sterku og fjölmennu móti örugglega skila sér til þeirra. Öll eru þau hörku keppendur og góðir júdo menn en hafa ekki mikla reynslu af keppni erlendis en hafa metnað til að ná langt og það þarf því að leggja enn harðar af sér við æfingar og keppni til að ná árangri á móti sem þessu. Hér er linkur á úrslitin.

Á morgun verður keppt í yngri aldursflokkum en þá verða 700 keppendur sem munu eigast við í U15, U12 og U10.  Skarphéðinn keppir aftur og nú i aldursflokknum U15 +66 kg ásamt þeim Aðalsteini Karli Björnssyni -42 kg og Daroni Karli Hancock -46 kg. Í U12 ára keppir Jónas Björn Guðmundsson og Elías Funi Þormóðsson í -34 kg flokki, Mikael Máni Ísaksson -42 kg,  Matas Naudziunas +50 kg og Helena Bjarnadóttir +48 kg og Emma Tekla Thueringer í U10 ára í -32 kg.