ASIAN JUDO OPEN HONG KONG 2018

Þá er komið að síðasta móti ársins erlendis hjá okkar keppendum en það verða þeir Breki Bernhardsson (-73 kg) og Sveinbjörn Iura (-81 kg) sem munu keppa á laugardaginn á Asian Judo Open Hong Kong 2018. Það verður dregið á morgun í öllum flokkum og keppir Breki á laugardaginn en Sveinbjörn á sunnudaginn og er tímamismunur 8 tímar þannig að kl. 2 eftir miðnætti á morgun föstudaginn 30. nóv. er klukkan 10 að morgni á laugardegi í Hong Kong og kominn 1. des. en þá hefst keppni hjá Breka og alveg eins hjá Sveinbirni þ.e. kl. 2 eftir miðnætti á laugardaginn. Eins og áður hefur komið fram keppir Egill ekki í Hong Kong eins og til stóð þar sem hann er enn að jafna sig á meiðslunum sem hann varð fyrir í nóvember og Ægir keppir ekki heldur en það stóð reyndar ekki til. Hér verða settir inn linkar um beina útsendingu ef hún verður.