Keppa í Hollandi um helgina

Í morgun fór 27 manna hópur JR inga, (keppendur, foreldrar og þjálfarar) til Hollands þar sem þeir munu taka þátt í móti í Open Twents Judo Championship og er haldið í borginni Enschede. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta mót er haldið og langflestir keppendurnir koma frá Hollandi enda er þetta úrtökumót þeirra til að komast í landslið Hollendinga í U17. Fyrir utan Hollendinga og Íslendinga eru keppendur frá Þýskalandi, Canada, Frakkland, Belgía og fleiri löndum  svo þetta verður gríðasterkt mót og líkast til það sterkasta í þessum aldursflokkum sem við höfum tekið þátt. Þau munu örugglega upplifa skemmtilegt mót og vonandi ánægjulega reynslu frá því.  Á morgun verður keppt í U17 (14-16 ára) og keppa þá þeir Andri Fannar Ævarsson og Skarphéðinn Hjaltason báðir í -81 kg, Hákon Garðarsson og Kjartan Logi Hreiðarsson báðir í -73 kg og Ísak Freyr Hermannsson í -60 kg og Helga Aradóttir í -70 kg.  Á sunnudaginn verður keppt í yngri aldursflokkum og mun Skarphéðinn þá keppa aftur og nú i aldursflokknum U15 ásamt þeim Aðalsteini Karli Björnssyni og Daroni Karl Hancock. Aðrir sem verða í eldlínunni þennan dag eru Jónas Björn Guðmundsson, Elías Funi Þormóðsson, Matas Naudziunas, Mikael Máni Ísaksson og Helena Bjarnadóttir og keppa þau öll í U12 ára aldursflokki og síðast en ekki síst Emma Tekla Thueringer í aldursflokknum U10 ára. Þjálfarar og fararstjórar í ferðinni eru þeir Guðmundur Björn Jónasson og Þormóður Árni Jónsson. Hér má sjá alla keppendur í hverjum flokki og hér neðar er myndir frá ferðalaginu til Enschede.