Naoki Murata til Íslands

Vinur okkar Naoki Murata er væntanlegur til landsins á morgun. Fyrir þá sem ekki vita þá var hann þjálfari Judodeildar Ármanns frá 1975-1977 og landsliðsþjálfari okkar Íslendinga 1976-1977 og fór meðal annars með Gísla Þorsteinssyni og Viðari Guðjohnsen á Ólympíuleikana 1976 en það var í fyrsta skipti sem Íslenskir judomenn tóku þátt í þeim. Naoki Murata sem er 8. Dan er forstöðumaður Kodokan Judo safnsins í Tokyo og einnig er hann varaforseti  Japanese Academy of Budo og er mjög virtur í judo fræðum í heiminum. Á Judo Festival í Porc í vikunni var hann með stórt hlutverk og sá meðal annars um Kodokan Kata Seminar ásamt Mikihiro Mukai og MONDO þar sem hann svaraði allskonar spurningum áhugasamra um judo. Naoki Murata verður hér í boði Judodeildar Selfoss og mun hitta helstu forsvarsmenn íþróttamála þar og skoða íþróttamannvirki þeirra og vera viðstaddur æfingu hjá judodeildinni annað kvöld og að lokum verður haldin veisla honum til heiðurs. Þetta var vel til fundið hjá Selfyssingum og þakkar vert.

 

Taka þátt í OTC í Porec

Sveinbjörn Iura og Ægir Valsson fóru til Króatíu á sunnudaginn var og tóku þar þátt í OTC í Porec dagana 11-14 júní og með þeim í för var Yoshihiko Iura til halds og trausts. Þessar æfingabúðir sem eru vel sóttar af mörgum af sterkustu judomönnum og konum heimsins eru hluti af stórum viðburði sem heitir Judo Festival Porec  og er nú haldinn í fimmta skiptið og stendur yfir frá 9-17 júní. Fyrir utan OTC æfingabúðirnar eru einnig æfingabúðir fyrir U13 og U15 og Cadetta U18 sem og barna fjölskyldu æfingabúðir, þarna er þjálfararáðstefna, kata kennsla og fleira og fleira og held ég að þetta sé eitthvað sem við ættum að huga betur að í framtíðinni.

Fimm Gull í Luxemborg

Það var glæsileg uppskera hjá krökkunum okkar í Luxemborg í morgun en þar kepptu þau á alþjóðlegu móti sem heitir Challenge de la Ville de Differdange 2018 og unnu þau til fimm gullverðlauna í aldursflokknum U11 en það voru þau Emma Thueringer, Helena Bjarnadóttir, Weronika Komendera, Elías Þormóðsson og Jónas Guðmundsson sem það gerðu en því miður náði  Mikael Ísaksson sem keppti í U13 og er á yngra árinu ekki í verðlaun að þessu sinni en hann er einn okkar besti keppandi í þessum aldursflokki og á örugglega eftir að landa nokkrum gullum erlendis í framtíðinni. Þetta var í fjórða sinn sem þetta mót var haldið og hefur keppendum og þátttökuþjóðum fjölgað verulega frá því að það var fyrst haldið árið 2015 en þá voru keppendur 107 frá þremur þjóðum (LUX, FRA, GER) og keppt á tveimur völlum, í fyrra voru keppendur 292 frá sex þjóðum en í ár var keppt á fjórum völlum og þjóðirnar orðnar sjö( LUX, SCO, GER, BEL, NED, FRA, ISL) . Því miður eru ekki komnar upplýsingar um keppendafjölda en búast má við því að enn hafi fjölgað svo þetta var einkar glæsilegur árangur og greinilegt að Guðmundur og aðrir þjálfarar okkar eru að gera rétta hluti. Til hamingju með frábæran árangur.

Keppa í Luxembourg á morgun

Fjölmennt lið úr JR lagði af stað í morgun til Luxembourg. Þar munu þau keppa á alþjóðlegu móti sem haldið verður á morgun  í Differdange og taka síðan þátt í æfingabúðum daginn eftir. Mótið heitir Challenge International  de la Villa Differdange og er fyrir bæði kynin í aldursflokkum U9 – U11 – U13 – U15 og U18. Við keppum þar í  aldursflokkum U11 og U13 og erum við með sex keppendur og þeim fylgja  þjálfarar og foreldrar. Keppendur okkar í U11 eru Emma Thueringer, Helena Bjarnadóttir, Weronika Komendera,  Elías Þormóðsson, Jónas Guðmundsson og Mikael Ísaksson sem keppir í U13.

Logi keppti á Europen Judo Open í Madrid

Logi Haraldsson tók þátt í Europen Judo Open í Madrid sem haldið var um 1-3. júní sl. Í -81 kg flokknum hjá Loga voru 38 keppendur og mætti hann Manuel Rodrigues (POR). Logi byrjaði illa og fékk shido eftir aðeins þrjátíu sekúndur og Manuel skoraði síðan Wazaari tíu sekúndum síðar. Þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af viðureigninni fékk Logi annað shido og staðan var orðin verulega slæm en þá tók hann loksins við sér og átti glímuna sem eftir var og Manuel alveg búinn á því. Logi átti ágætis vinnslu í gólfinu þar sem hann reyndi að komast í lúmska hengingu og tvær Uchimata sóknir og vantaði aðeins örlítið uppá í seinna skiptið að hann næði að skora en því miður tókst það ekki og hann féll úr keppni en hörkuglíma hjá Loga og hefði hann eflaust unnið viðureignina ef hann hefði haft svona  þrjátíu sekúndur í viðbót en hann fór bara of seint í gang. Hér er glíman hans og Manuels.

Egill með gull í Bretlandi

Egill Blöndal keppti á Southern Area Senior Open laugardaginn 2. júní sl. Í flokknum hans -90 kg voru fimm keppendur og keppti hann því við fjóra andstæðinga sem hann vann örugglega en allar viðureignirnar vann hann á ippon og gullið var hans. Hér má sjá -90kg flokkinn. Vel gert Egill.

Gull, silfur og brons á Norðurlandamótinu

Norðurlandamótið var haldið í Hilleröd í Danmörku dagana 26. og 27. maí sl.  og vorum keppendur rúmlega fimm hundruð frá öllum norðurlandaþjóðunum og frá Íslandi voru fjörtíu og tveir sem kepptu í öllum aldursflokkum, þ.e. U18, U21, karla og kvenna flokkum og Masters sem er keppni þrjátíu ára og eldri. Árangur okkar var flottur  en við unnnum til sex verðlauna. Þormóður Jónsson vann örugglega +100 kg flokkinn og þar með gullverðlaunin, Sveinbjörn Iura og Árni Lund kepptu um bronsverðlaunin í -81 kg flokki og hafði Sveinbjörn betur þannig að Árni varð í fimmta sæti í flokknum. Egill Blöndal keppti einnig um bronsverðlaunin í – 90 kg flokki karla gegn Finna og varð að lúta í lægra haldi og varð því í fimmta sæti eins og Árni. Í U21 árs hreppti Grímur Ívarsson silfur í -100 kg flokki og Árni Lund tók bronsverðlaunin í -81 kg flokki og það sama gerði Hekla Pálsdóttir í -70 kg flokki. Ari Sigfússon og Edda Tómasdóttir kepptu í Masters. Ari sem keppti núna í -90 kg flokki náði ekki að endurtaka leikinn frá því í fyrra er hann fékk bronsverðlaun en Edda hinsvegar vann bronsverðlaunin í Hilleröd í -70 kg flokki. Keppendur okkar stóðu sig ágætlega en auðvitað misvel og held ég að ekki sé á neinn hallað með því að segja að Árni Lund hafi staðið sig hvað best þó svo að hann hafi ekki landað gulli í U21 en það átti hann að gera. Hann glímdi sjö viðureignir í -81 flokki karla og vann fimm þeirra en tapar tveimur og báðum í gullskori  og í U21 árs glímdi hann sex viðureignir og vinnur fimm þeirra svo allt í allt vinnur hann tíu viðureignir af þrettán sem er harla gott. Unglingarnir okkar U18 stóðu sig með prýði en þeir voru að keppa á sínu sterkasta móti til þessa og voru flestir á yngsta ári í aldursflokknum en verða hinsvegar á elsta ári þegar NM verður haldið á Íslandi 2019. Það var keppt í sveitakeppni í fyrsta skipti í langan tíma en það hefur líkast til verið gert síðast fyrir um þrjátíu árum en núna var keppt í blandaðri sveit karla og kvenna. Sveitina skipuðu eftirtarandi, -57 enginn, -73 Gísli Vilborgarson, -70 Berenika Bernat, -90 Sveinbjörn Iura, +70 Anna Soffía Víkingsdóttir og +90 kg Þormóður Jónsson. Þetta var skemmtilegasti hluti mótsins og gríðarleg stemming.  Við byrjuðum á því að leggja Danina að velli en við skildum jöfn 3-3 eftir umferðina og þá var dregið random um einn flokk og skyldi keppt til úrslita með gullskorsfyrirkomulagi. það var -90 kg flokkurinn kom upp og þar var Sveinbjörn okkar maður en hann hafði lagt Danann í fyrri glímunni í gullskori og nú skildi keppt á ný en Sveinbjörn sem er í feykna formi glímdi gríðarlega vel og slengdi Dananum með fallegu Tai-otoshi og sigurinn var okkar. Næst mættum við Finnum og töpuðum fyrir þeim á stigum og einnig töpuðum við fyrir Svíum. Við kepptum ekki við Norðmenn þar sem þeir höfðu dregið lið sitt út úr keppninni eftir töp gegn Finnum og Svíum.  Danirnir unnu sem unnu Svía fengu silfurverðlaunin en þeir voru með jafnmarga vinninga og Svíarnir en færri tæknistig svo Svíarnir fengu því gullverðlaunin og Ísland bronsverðlaunin en við vorum líkt og Svíar með jafnmarga vinninga sveitar en fleiri tæknistig en Finnar. Landsliðsþjálfararnir þau Jón Þór Þórarinsson, Hermann Unnarsson og Anna Soffía Víkinsdóttir höfðu í nógu að snúast enda keppt á fjórum völlum og leystu þau sitt verk vel af hendi. Það sama gerðu dómararnir okkar þeir  Birkir Hrafn Jóakimsson og Björn Sigurðarson en þeir dæmdu tvo daga í röð frá morgni til kvölds og fjölda úrslitaviðureigna sem aðeins dómarar í betri kantinum eru látnir gera. Hér eru úrslitin og nokkrar myndir hér neðar frá ferðinni og hér er smá video samantekt þar sem bæði við og andstæðingar okkar fá fyrir ferðina.

Norðurlandameistaramótið um helgina

Í dag fara um fjörtíu þátttakendur til Danmerkur til að taka þátt í Norðurlandameistaramótinu sem haldið verður í Hilleröd dagana 26. og 27. maí. Keppendur eru rúmlega þrjátíu auk farastjóra, þjálfara og dómara. Keppendur okkar munu keppa í öllum aldursflokkum þ.e. U18, U21, karla og kvennaflokkum og Masters sem er keppni karla og kvenna 30 ára og eldri. Á laugardaginn (26 maí) verður keppt í U18 og senioraflokkum og á sunnudaginn í ÖldungaflokkiU21 og sveitakeppni karla og kvenna. Verður það í fyrsta skiptið sem keppt er í blandaðri sveit karla og kvenna á NM en sveitin er skipuð sex þátttakendum í eftirfarandi þyngdarflokkum. Konur í -57, -70 og +70 og karlar í -73, -90 og +90 kg. Það verður ákveðið að lokinni einstaklinskeppni á laugardaginn hverjir munu skipa sveitina sem keppir svo á sunnudag. Þátttakendur koma frá öllum Norðurlöndunum og eru þeir rúmlega fimm hundruð og má sjá kependalistann hér. Með hópnum fara landsliðsþjálfararnir þeir Jón Þór Þórarinsson, Hermann Unnarsson og Anna Soffía Víkinsdóttir og dómararnir þeir Birkir Hrafn Jóakimsson og Björn Sigurðarson og JSÍ mun verða með fulltrúa á ársþingi Judo sambanda Norðurlandaþjóðanna sem haldið er samhliða mótinu.