JR með 9 gullverðlaun á Vormóti JSÍ 2019

Það voru rúmlega áttatíu keppendur sem tóku þátt í vel heppnuðu Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum á Akureyri í dag. Mótið var í umsjón KA og fórst þeim það vel úr hendi. Hægt var að fylgjast með framvindu mótsins á netinu og auk þess var bein útsending frá því á KA-TV sem var alveg frábært og alveg sérstaklega fyrir þá sem ekki komust á mótsstað. Við JR ingar áttum mjög góðan dag og unnum við til níu gullverðlauna og auk þess fjögur silfur og fjögur bronsverðlaun. JR vil óska keppendum til hamingju með árangurinn og þjálfurunum fyrir frábært starf sem þeir hafa innt af hendi. Einnig viljum við þakka foreldrum sem fóru með í þessa ferð fyrir þeirra aðstoð og stuðning. Hér eru úrslitin.