Ægir Valsson keppir í Finnlandi á morgun

Ægir Valsson fór í morgun til Finnlands og mun keppa á Baltic Sea Championship á morgun, laugardaginn 9. mars. Baltic Sea Championship er keppni fyrir seniora, U18 og U21 árs og eru keppendur alls um 300 manns. Keppni seniora hefst um kl. 16 á morgun eða strax að lokinni keppni yngri flokka og ætti Ægir því að keppa um það leyti en hann keppir í -90 kg flokknum. Keppt er á þremur völlum og hægt að fylgjast með í beinni útsendingu en Ægir keppir á velli 1. og hér munu úrslitin birtast.

Ægir að lokinni síðustu æfingu í JR áður en hann hélt af stað til Finnlands.