Síðbúnar myndir frá beltaprófum.

Nokkrar gráðanir hafa verið í JR frá áramótum í öllum aldursflokkum og hefur verið venjan að birta myndir af nemendum að loknu prófi en eitthvað hefur það misfarist og hafa ekki allar myndir verið birtar en hér skal bætt úr því. Hér eru myndir af nokkrum JR ingum sem tóku beltapróf á þessu ári.

Samkomubann – júdoæfingar falla niður

Þar sem samkomubann hefur verið sett á vegna COVID-19 veirunnar og augljóst er að í okkar íþrótt getum við ekki haldið 2 metra fjarðlægð á milli einstaklinga þá þurfum við því miður að fella niður æfingar hjá öllum aldursflokkum næstu fjórar vikur eða frá 16. mars til 14. apríl eins og bannið segir til um. Við munum fylgjast með fréttum frá íþróttahreyfingunni og opinberum aðilum af framvindu mála og vonumst til að geta hafið æfingar aftur sem allra fyrst aftur og birtum þá tilkynningu um það hér á síðunni.

Vormót Seniora 2020

Vormót JSÍ 2020 í seniora flokki (15 ára og eldri) verður haldið í Júdofélagi Reykjavíkur laugardaginn 21. mars næstkomandi. Skráning til miðnættis mánudaginn 16. mars og af gefnu tilefni þá sjá klúbbarnir um að skrá keppendur í skráningakerfið en ekki þátttakendur sjálfir eða foreldrar. Myndin hér að ofan af Kjartani og Mark og myndirnar hér neðar eru frá Vormótinu 2019.

Frétt um JR í fréttablaði í Halberstadt

Hannah Duve sem heimsótti okkur í febrúar s.l. og tók æfingu með krökkunum í aldursflokki 11-14 ára sendi okkur meðfylgjandi frétt úr svæðisdagblaði í Halberstadt í Þýskalandi þar sem hún býr en þar er sagt frá heimsókn hennar til JR. Á heimasíðu júdoklúbbsins sem hún æfir með má sjá fjölda frétta um hana og greinilegt að hún er að standa sig vel. Hún meiddist á öxl nýverið á æfingu svo hún getur lítið æft sem stendur en vonast til að verða orðin góð í maí svo hún geti tekið þátt í meistaramótinu í Saxlandi.

Beltagráðun í JR hjá yngri iðkendum

Nokkrar gráðanir hafa verið í JR síðustu daga í aldursflokknum 11-14 ára og hafa flestir verið að taka fyrri hluta belta þ.e hálft gult eða hálft appelsínugult belti og svo framvegis og nokkrir 15 ára og eldri tóku heil belti. Í aldursflokknum 10 ára og yngri tóku nokkur börn beltapróf og fá þau strípur sem eru málaðar þversum á beltin og sýna þær hvé gömul börnin eru og hve lengi þau hafa æft júdo en þegar þau ná ellefu ára aldri fara þau úr hvítu belti í hálft gult og síðar á árinu í gult belti. Hér er mynd af nýgráðuðum júdodrengjum og stúlkum sem tekin var á æfingu í gær.

Mótum aflýst vegna Corona vírusins

Nú er byrjað að aflýsa judóviðburðum vegna Coronavírusins og hefur þremur mótum þegar verið aflýst. Fyrst var það Senior Europen Judo Cup í Swiss og Cadett European Judo Cup í Zagreb sem halda átti helgina 7-8 mars og svo var Rabat Grand Prix í Marrakó aflýst í dag en Sveinbjörn Iura átti einmitt að keppa á því næstu helgi en hann lagði af stað í ferðalagið í morgun. Hann fór því ekki lengra en til Parísar og mun í staðinn æfa þar og fara þaðan eftir viku til suður Ameríku en hann ætlar að keppa á Pan American Open í Santiago í Chile 14-15 mars og í Lima í Perú 21-22 mars ef að þeim mótum verður ekki aflýst líka. Það þarf því að fylgjast vel með hvort viðburðum sé aflýst því fyrirvarinn er nánast enginn.

Logi, Kjartan, Hrafn og Breki til Tékklands

Logi Haraldsson, Kjartan Hreiðarsson, Hrafn Arnarsson og Breki Bernhardsson fara í fyrramálið til Tékklands og taka þar þátt í OTC æfingabúðunum í Nymburk. Þeir verða þar við æfingar í viku þar sem æft verður tvisvar á dag ásamt fjölmörgum af bestu júdomönnum og konum heims og koma þeir aftur heim næstu helgi. Þátttaka þeirra í æfingabúðunum er meðal annars liður í undirbúningi fyrir norðurlandamótið sem verður í Reykjavík 25 og 26 apríl næstkomandi. Árni Lund og Egill Blöndal áttu einnig að fara en komust ekki að þessu sinni og Sveinbjörn Iura er áleið til Marrakó þar sem hann tekur þátt í Rabat Grand Prix næstu helgi.