Beltapróf 5-6 ára á vorönn 2023

Á æfingu barna 5-6 ára laugardaginn 13. maí var beltapróf fyrir börnin og fengu þau nýja strípu í beltið sitt að loknu prófi. Þau sem tóku prófið voru Ea Kjærnested, Auður Elídóttir, Marinó Elíson, Haukur Kristmundsson, Alex Paulsson, Aron Arnarsson, Ásgrímur Jónsson, og Elsa Friðgeirsdóttir og stóðu þau sig alveg frábærlega og fengu strípu á beltið sitt í viðeigandi lit en litirnir á strípunum segja til um aldur barns og fjöldi segir til um hve lengi hefur verið æft. Fyrir börn 6 ára og yngri eru strípurnar fjólubláar en síðan kemur gul, (7 ára), rauð (8 ára) græn (9 ára) og blá (10 ára) og tvær strípur þýðir eitt ár. Á þessa æfingu mættu börn úr eldri hóp til að fylgjast með systkynum sínum og eru þau með á myndinni hér neðar en Gustav er bróðir Eu, Auður er systir Marinós og Freyja er systir Elsu.