Árni og Sveinbjörn í 7. sæti á EM lögreglumanna

Það voru sextán þjóðir sem tóku þátt í Evrópumeistaramóti lögreglumanna sem haldið var í Sofíu í Búlgaríu dagana 13-17 júní og var þetta mót jafnframt það sextánda í röðinni. Keppendur frá Íslandi voru þrír og kepptu þeir allir 15. júní. Leó Björnsson sem keppti í -100 kg flokki tapaði fyrstu viðureign og fékk því miður ekki uppreisnarglímu og var þar með úr leik. Þeir Árni Pétur Lund og Sveinbjörn Iura sem kepptu í -90 kg flokki höfnuðu báðir í sjöunda sæti en báðir unnu fyrstu viðureign en töpuðu næstu og þar með voru möguleikar á gullverðlaunum úti. Þeir fengu hinsvegar uppreisnarglímu sem báðir unnu og áttu því enn möguleika á bronsverðlaunum en töpuðu því miður næstu viðureign og luku þar með keppni og eins og áður sagði enduðu þeir í sjöunda sæti eins og Bjarni Skúlason þjálfari þeirra árið 2015. Hér neðar eru nokkrar myndir af strákunum í keppninni, úrslitin 14. júní15. júní og 16. júní og stutt videoklippa af glímunum þeirra.