Á ferð og flugi í sumar

Í morgun lagði af stað hópur JR-inga sem mun verða við æfingar og keppni næstu vikurnar víðsvegar um Evrópu. Þau sem fóru eru Aðalsteinn Björnsson, Mikael Ísaksson og Skarphéðinn Hjaltason sem munu verða við æfingar í Serbíu fram í ágúst ásamt Helenu Bjarnadóttur sem býr þar og verður Zaza Simonishvili með þeim í för. Romans Psenicnijs verður í Lettlandi við æfingar og Weronika Komendera í Póllandi. Helena og Romans munu ásamt Zaza fara til Sofíu í Búlgaríu í lok júní og keppa þar á EM cadett en að því loknu þá kemur Zaza aftur til Íslands. Weronika og Mikael munu í lok júlí taka þátt í æfingabúðum í Sviss og einnig stefnir hún á að keppa á Krakov Open í lok ágúst og líklega fer Aðalsteinn til Georgíu að lokinni Serbíuförinni og verður þar við æfingar í tvær til þrjár vikur. Svo það verður nóg að gera hjá þessu unga, efnilega og öfluga liði í sumar og ættu þau að koma til baka reynslunni ríkari.