Æfingahlé til 13 ágúst

Á hádegi í dag 31. júlí taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt.  

Meðal þess sem komið hefur fram er að tveggja metra nándarregla skal viðhöfð í allri starfsemi. Hún er ekki lengur valkvæð heldur skyldubundin og þar með eigum við erfitt með að stunda okkar íþrótt. Við förum að sjálfsögðu að fyrirmælum og tökum æfingahlé til 13. ágúst.

Það er þó eitthvað ósamræmi í upplýsingum því það kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag að íþróttir fullorðinna (keppni) sem krefjast snertingar skyldu taka hlé til 10 ágúst en við munum fylgjast með og tilkynna um það ef það verður reyndin og getum þá kanski hafið æfingar fyrr.

Uppfært 1. ágúst, það verður hlé til 13. ágúst sjá nánar hér.

Ítarlegri upplýsingar á vef Stjórnarráðs Íslands