Frétt af heimasíðu JSÍ. Hópur ungmenna úr unglingalandsliðum U18 og U21 eru nú við æfingar í Pajulahti, Finnlandi. Ásamt unglingalandsliði Íslands taka Finnar, Svíjar, Danir og Eistar þátt æfingabúðunum að þessu sinni. Æfingabúðirnar eru liður í undirbúning landsliðs fyrir þau mót sem eru framundan eru, en næst á dagskrá er Reykjavik Judo Open 2023 þann 28. janúar. Í hópnum að þessu sinni eru þau Aðalsteinn Björnsson, Mikael Ísaksson, Skarphéðinn Hjaltason, Helena Bjarnadóttir, Kjartan Hreiðarsson og Daron Hancock. Þjálfari og fararstjóri er Zaza Simonishvili.
