Heimsmeistaramótið 2021

Heimsmeistaramótið 2021 hófst í Búdapest í Ungverjalandi 6. júní og stendur í átta daga en því lýkur 13. júní. Þátttakendur eru 664 frá 5 heimsálfum og 118 þjóðum, 386 karlar og 278 konur. Sveinbjörn Iura sem er í 69 sæti heimslistans er á meðal þátttakenda og er Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari með honum í för. Sveinbjörn keppir á morgun í 81 kg flokknum en það er fjölmennasti flokkurinn á mótinu og eru keppendur þar sjötíu og sjö. Hann mætir þar Lee Sungho frá Kóreu sem er í 26. sæti heimslistans en besti árangur hans á árinu er 3. sæti á Kazan Grand Slam í maí og 5. sæti á Asíu meistaramótinu í apríl. Mótið hefst kl. 8 í fyrramálið á okkar tíma og á Sveinbjörn þriðju viðureign á velli 2. Mótið er í beinni útsendingu og til að horfa á þarf að hafa (IJF account) og er hann frír og notast aftur og aftur. Hér er keppnisröðin og drátturinn í öllum flokkum.