Síðasta æfing yngri aldursflokka á vorönninni lauk í dag með sameiginlegri æfingu barna 5-6 ára, 7-10 ára og 11-14 ára . Á þeirri æfingu var farið í leiki síðan voru börnunum afhent viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna á vorönninni og að lokum var sest í setustofuna þar sem boðið var uppá veitingar. Því miður þá vantaði allmarga iðkendur á æfinguna og því komust ekki öll viðurkenningarskjölin til skila en það er hægt að nálgast þau í JR eftir helgi. Þökkum foreldrum og eða aðstandendum fyrir samveruna í vetur og aðstoðina í dag og iðkendum öllum fyrir fyrir þátttökuna og vonumst til þess að sjá ykkur aftur sem flest á haustönninni sem hefst líkast til um miðjan ágúst en það verður auglýst hér þegar þar að kemur. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.