Vormót yngri 2022 – Úrslit

Vormót JSÍ í yngri aldursflokkum (U15, U18, U21 árs) var haldið í KA heimilinu á Akureyri í gær, laugardaginn 12. mars en það var í umsjón Judodeildar KA. Eins og undanfarin ár þá fórst þeim mótshaldið vel úr hendi en það voru þeir Hans Rúnar Snorrason, Hermann Torfi Björgólfsson og formaður Judodeildar KA, Sigmundur Magnússon sem að stýrðu því. Um dómgæsluna sáu þeir Yoshihiko Iura og Þormóður Árni Jónsson og gerðu það vel eins og þeirra var von og vísa. Hægt var að fylgjast með framvindu mótsins á netinu auk þess sem það var í beinni útsendingu á YouTube rás JSÍ. Til Akureyrar var farið í lítilli rútu og voru keppendur frá JR þrettán og með þeim í för voru tveir þjálfarar þeir Guðmundur Björn Jónasson og Bjarni Friðriksson. Nokkrir kepptu í tveimur aldursflokkum og unnu JR- ingar samtals til sex gullverðlauna, fernra silfurverðlauna og fimm bronsverðlauna. Hér eru myndir frá mótinu, stutt videoklippa og úrslitin.