Vormót JSÍ í seniora flokkum var haldið í dag, laugardaginn 26. mars í JR. Keppendur voru nítján frá eftirfarandi fimm klúbbum, JR (Judofélagi Reykjavíkur), JRB (Judofélagi Reykjanesbæjar), JG (Judofélagi Garðabæjar), JDÁ (Judodeild Ármanns) og UMFS (Judodeild Selfoss). Þetta var stutt og skemmtilegt mót sem hófst kl. 13 og lauk kl. 14:30. Það voru margar flottar og spennandi viðureignir sem litu dagsins ljós og glæsileg ippon köst og stundum óvænt úrslit. Í hlut JR- inga í dag komu tvenn gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hér eru myndir frá mótinu, stutt videoklippa og hér eru svo úrslitin.