Vormót JSÍ í yngri flokkum verður haldið í KA heimilinu á Akureyri laugardaginn 16. mars. Þáttaka er mjög góð eða um 100 manns en keppt verður í U13, U15, U18 og U21 árs aldursflokkum. Vigtun er föstudsagskvöldið 15. mars í KA heimilinu frá 18-22. Keppni hefst á laugardagsmorgni um kl. 9:30 og mótslok áætluð um kl. 15. Keppendalistinn er hér og hægt verður að fylgjast með mótinu hér í beinni útsendingu. Keppendur úr JR og frá Selfossi fóru saman í rútu og er meðfylgjandi mynd tekin af hluta hópsins ásamt þjálfurum og aðstandendum rétt áður en lagt var af stað.
