Reykjavík Judo Open 2025 var haldið 25. janúar 2025 og var það í þrettánda sinn sem JSÍ stendur fyrir því. Þátttakendur voru fimmtíu og sjö frá tíu þjóðum. Danir voru sigurvegarar mótsins með þrenn gullverðlaun, fjögur silfur og tvenn bronsverðlaun. Þar á eftir komu Bretar síðan Norðmenn og keppendur Íslendinga í fjórða sæti með eitt gull, þrjú silfur og átta bronsverðlaun. JR ingar sem voru fjölmennir á mótinu með sextán keppendur unnu ein gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og átta bronsverðlaun og Judofélag Suðurlands vann til silfurverðlauna í -100 kg flokki. Hér eru úrslitin / results og hér er linkur á útsendingu frá öllu mótinu, völlur 1 og völlur 2 og hér neðar eru myndir frá mótinu og verðlaunahöfum og hér er stutt videoklippa úr kvennaflokki.
Úrslit fyrri ára:
2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019, 2020, 2021, 2022, 2023, 2024, 2025









































































