Helgina 8-9 júlí var Paks Junior European Cup 2023 haldið í Ungverjalandi og voru fjórir þátttakendur frá Íslandi á meðal keppenda. Það voru þeir Kjartan Hreiðarsson, Daron Hancock, Mikael Ísaksson og Skarðhéðinn Hjaltason og með var Zaza Simonishvili landliðsþjálfari. Þessi European Cup mót eru gríðalega sterk og fjölmenn en í Paks voru 26 þjóðir og tæplega 400 keppendur og eru þau líkast til sterkustu mót sem haldin eru í þessum aldursflokki. Því miður komust okkar menn ekki áfram að þessu sinni en þeir fá keppnisreynslu sem nýtist þeim seinna meir. Í síðasta mánuði kepptu þeir á EC í Birmingham og tóku svo þátt í tveggja daga æfingabúðum og það gera þeir einning núna og koma svo heim á miðvikudag reynslunni ríkari eftir að hafa keppt og æft með mörgum af bestu judomönnum heims. Til þess að komast í fremstu röð og vera meðal þeirra bestu þá þarf að sækja reglulega æfingabúðir og sterk mót og taka tapi með jákvæðu hugarfari og læra af reynslunni og þá kemur að því að hlutirnir fara að snúast við og vinningar fara að hlaðast inn og sigrar á mótum ekki lengur fjarlægur draumur. Hér eru upplýsingar um mótið úrslit, video og fleira og einnig er hægt að finna allar upplýsingar um keppnina á vef IJF.