Bjarni Skúlason hefði getað verið heppnari með dráttinn en hann mætti Boris Georgiev frá Búlgaríu í fyrstu viðureign og varð að játa sig sigraðan þegar 26 sekúndur voru eftir af viðureigninni en Boris vann flokkinn síðar um daginn. Boris þessi er jafnframt Búlgaríumeistari síðastliðin tvö ár í -100 kg flokki. Bjarni mætti næst Urii Panasenkov frá Rússlandi og tapaði á refsistigum gegn honum þegar 24 sekúndur voru eftir af viðureignini en Urii keppti síðar um bronsverðlaunin. Bjarni stóð sig með sóma eins og hans var von og vísa og sýndi að það gengur enginn í gegnum hann þótt tuttugu ár skilji á milli. Hér eru úrslitin en myndband frá mótinu verður birt hér þegar það berst.