Afmælismót JSÍ í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs var haldið í æfingasal Judofélags Reykjavíkur laugardaginn 19. febrúar. Keppendur voru þrjátíu og níu frá átta klúbbum en þeim fækkaði töluvert þar sem mikið var um forföll á síðustu stundu sem stafaði að mestu vegna Covid veikinda. Töluvert var af keppendum sem voru að spreyta sig í fyrsta skipti og stóðu þeir sig vel sem og aðrir þátttakendur. Mótið var skemmtilegt og fullt af flottum og spennandi viðureignum. JR ingar unnu sjö gullverðlaun, fimm silfur og tvenn bronsverðlaun. Dómgæslan var vel mönnuð en það voru þau Birkir Hrafn Jóakimsson, Daníel Ólason, Gunnar Jóhannesson, Jón Kristinn Sigurðsson og Marija Skúlason og sem stóðu vaktina að þessu sinni og leystu verkefnið vel af hendi og það gerðu einnig þau Ari Sigfússon sem sá um mótsstjórn og stiga og tímagæslu og Bylgja Dögg Sigurðardóttir sem sá um að streyma beint frá mótinu fyrir JSÍ. Hér eru úrslit mótsins, myndir af verðlaunahöfum og frá mótinu og hér kemur fljótlega svo stutt videoklippa.