Það var frábær árangur hjá ungu liði (meðalaldur um 18 ár) Íslendinga á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð um síðastliðna helgi en þeir unnu til tveggja silfurverðlauna og fimm bronsverðlauna. Skarphéðinn Hjaltason er að blómstra þessa dagana en hann var með silfurverðlaun -90 kg flokki karla á Copenhagen Open í lok mars, hann sigraði bæði -90kg flokk karla og Opinn flokk karla á Íslandsmeistaramótinu í lok apríl og núna á Norðurlandameistaramótinu er hann með silfur bæði í -90 kg flokki karla og í U21 árs aldursflokki. Vel gert Skarphéðinn. Helena Bjarnadóttir vann tvenn bronsverðlaun í -63 kg flokki en hún keppti bæði í U18 og U21 árs aldursflokkum. Einnig unnu til bronsverðlauna þeir Romans Psenicnijs sem varð í þriðja sæti í U18 -73 kg flokki, Karl Stefánsson sem varð í þriðja sæti í +100 kg flokki karla og Ari Sigfússon varð í þriðja sæti í -100 kg flokki veterans. Þeir Ingólfur Rögnvaldsson og Aðalsteinn Björnsson kepptu einnig um bronsverðlunin en urðu að játa sig sigraða og enduðu því í 5. sæti. Aðrir keppendur okkar stóðu sig einnig vel og unnu flestir eina eða fleiri glímur en komust því miður ekki lengra en það að þessu sinni. Þessi frammistaða keppenda okkar lofar góðu og verða eflaust fleiri á verðlaunapalli á næsta NM.