Tokyo Grand Slam 2023 fer fram dagana 2-3 desember og verða þeir Karl Stefánsson og Gísli Egilson á meðal þátttakenda. Búið er að draga í alla flokka og eru skráðir þátttakendur 534 frá 88 þjóðum 318 karlar og 216 konur. Gísli keppir í -81 kg flokki laugardaginn 2. des. og á hann 3. glímu á velli tvö og mætir Medickson Del Orbe (DOM) sem er í 23. sæti heimslistans. Karl keppir á sunnudaginn og á hann 25. glímu á velli eitt í +100 kg flokki. Hann situr hjá í fyrstu umferð og mætir svo Tamerlan Bashaev (AIN) sem er í 16. sæti heimslistans. Fylgjast má með keppninni í beinni útsendingu á JudoTv sem hefst kl. 12 að miðnætti á okkar tíma á föstudagskvöldið.