Tóku sitt fyrsta beltapróf

Laugardaginn 12. desember tóku nokkur börn í æfingahópnum 4-6 ára sitt fyrsta beltapróf og stóðu sig alveg frábærlega og fengu sína fyrstu strípu (fjólubláa) í beltið sitt. Þau þurftu að sýna eitt fastatak, sýna hvernig á að detta afturábak og passa höfuðið og hvernig á að hneigja sig sem í stuttu máli þýðir virðing og tillitssemi gagnvart félaga sínum. Því miður komust ekki öll börnin á námskeiðinu á þessa æfingu og því verður annað beltapróf fyrir þau næsta laugardag. Hér neðar eru myndir af judo iðkendunum í “kaffihléi ” og önnur að prófi loknu. Með á myndinni er Ingunn Rut Sigurðardóttir annar tveggja þjálfara þessa hóps og Mikael Ísaksson sem hefur aðstoðað á þessum æfingum.

Frá v-h. Gabriel Kamil, Adam, Röskva Rún, Alex Garðar, Freyja Mjöll, Anna Birna, Mikael Máni og Emil Thor.