Það voru fimm einstaklingar sem að tóku beltapróf í dag og voru þau öll að klára seinni hluta gráðunnar. Það voru fjórir drengir, þeir Aleksander Perkowski, Elías Funi Þormóðsson, Gunnar Ingi Tryggvason og Jónas Björn Guðmundsson sem tóku 4. kyu (appelsínugult belti) og ein stúlka, Anna Zoé Thueringer sem tók 5. kyu (gula beltið) og stóðust þau öll prófið með glæsibrag. Af gefnu tilefni þá minnum við á að æfingar hjá aldursflokknum 8-14 ára verða út júlí mánuð þar sem þær hafa verið vel sóttar í sumar.