Sumarnámskeið fyrir 8-14 ára

Júdonámskeið fyrir iðkendur 8-14 ára verður haldið í Júdofélagi Reykjavíkur dagana 1-15 júlí og eru æfingar frá kl. 9 -12:30.
Þetta er ekki byrjendanámskeið heldur hugsað fyrir þá sem hafa einhvern júdogrunn og er það opið iðkendum annara júdoklúbba.

Þátttakendur taki með sér nesti til að neyta á milli æfingalota.

Æfingarnar fara fram að öllu jöfnu innandyra í JR en ef og þegar veður leyfir þá munu einhverjar þeirra verða færðr út undir bert loft. Fyrsta æfing verður miðvikudaginn 1. júlí og er dagskráin hér neðar.

Mæting kl. 9:00
Æfing 9:15 til 10:30
Kaffihlé 10:30-11:00
Æfing frá 11:00 -12:30 sem verður brotin upp með einu 15 mín drykkjarhléi.

Námskeiðið stendur í ellefu daga og kostar 23.000 krónur.
Þjálfarar eru Guðmundur B. Jónasson 1. dan og Emil Þ. Emilsson 1. dan

Skráningarfrestur til föstudagsins 26. júní.

Hér er skráningarform en einning er hægt að skrá sig í síma 588-3200 eða senda tölvupóst á netfangið jr@judo.is