Fengu strípur í beltin

Fannar Frosti Þormóðsson og Víkingur Davíð Inaba Árnason tóku beltapróf í gær í aldursflokki 10 ára og yngri og stóðust það með prýði. Fannar sem er átta ára var að fá sína sjöttu strípu en hann hefur æft júdo í þrjú ár og Víkingur sem er 9 ára var að fá sína aðra strípu en hann byrjaði að æfa á síðasta ári. Litirnir á strípunum segja til um aldur judoka og fjöldi þeirra segja til um hve lengi hann hefur æft en það er gefin ein strípa fyrir hverja önn og eru annirnar tvær á ári. Hér er neðar er mynd af drengjunum og enn neðar má sjá litakerfi belta fyrir 11 ára og eldri og 10 ára og yngri.

F. v. Víkingur Davíð og Fannar Frosti